Landnám
Aðgerðir mannsins undanfarnar aldir hafa breytt heiminum svo mikið að farið er að tala um nýtt jarðsögulegt tímabil, Anthropocene. Fólksfjölgun, ofurborgir, gríðarlegur bruni jarðefnaeldsneytis og rask á lífríki eru meðal þeirra þátta sem hafa haft áhrif á hlýnun jarðar. Vegna þessara varanlegu áhrifa mannsins á lífhvolfið, jarðskorpuna, lofthjúpinn og höfin, er farið að tala um Mannöldina eða Anthropocene. Rannsóknir sýna að við séum kominn inn í tímabil sjötta aldauða lífríkis á jörðinni (það fimmta var þegar risaeðlurnar dóu út). Í fyrsta sinn í sögunni er aldauða tímabilið af mannavöldum. Því er réttilega hægt að tala um núverandi jarðsögulegt tímabil sem Mannöldina/Anthropocene og núverandi aldauða skeið sem Anthropocene extinction.
Einnig er notast við hugtakið Capitalocene, þar sem það efnahagskerfi, kapítalisminn, og sá hluti mannkyns sem lifir eftir því kerfi, hefur meiri áhrif þær breytingar sem nú eru í gang í náttúrunni en aðrir jarðarbúar.
Mannöldin og yfirstandandi sjötta aldauða skeiðið eru viðfangsefni sýningarinnar Landnám í Hafnarborg. Þar verða sýnd ný ljósmyndaverk. Rannsakandi eiginleiki ljósmyndamiðilsins er nýttur til að fjalla um áhrif mannsins á jarðskorpuna, hvernig maðurinn notar og nýtir land, jafnframt þau ummerki sem framkvæmdir mannsins skilja eftir sig í náttúrunni.
Landnám er langtíma ljósmyndaverk þar sem ég set mig í hlutverk rannsakandans út í felti í skjóli nætur, rannsakandi mismunandi notkun á landi: námur, skógrækt, jarðrækt, vegagerð, ræktarland og fleira. Markmiðið er að skoða áhrifin sem þessi notkun hefur á náttúruna með aðstoð ljósmyndamiðilsins og notkunar á flass lýsingu til að afmarka viðfangsefnið.
Pétur Thomsen